Valur fór illa með bikarmeistarana

Hildur Björg Kjartansdóttir og Kiana Johnason í baráttunni við Nikitu …
Hildur Björg Kjartansdóttir og Kiana Johnason í baráttunni við Nikitu Telesford í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kiana Johnson skoraði 19 stig fyrir Val þegar liðið vann stórsigur gegn bikarmeisturum Skallagríms í 4. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld.

Leiknum lauk með 91:58-sigri Vals en ásamt því að skora 19 stig gaf Johnson átta stoðsendingar og þá tók hún þrjú fráköst.

Valskonur byrjuðu leikinn af krafti, leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, og juku svo forskot sitt ennþá frekar í öðrum leikhluta.

Staðan í hálfleik var 44:33, Valskonum í vil en Skallagrímur var í miklum v andræðum í sóknarleiknum í síðari hálfleik og Valskonur gengu á lagið.

Hallveig Jónsdóttir skoraði 15 stig fyrir Val og Hildur Björg Kjartansdóttir 13.

Hjá Skallagrími var Sanja Orozovic stigahæst með 15 stig og Keira Robinson skoraði 14 stig.

Valur er með 4 stig í fjórða sæti deildarinnar eftir þrjá spilaða leiki en Skallagrímur er í fimmta sætinu, einnig með 4 stig.

Gangur leiksins: 5:2, 7:12, 14:17, 26:20, 33:22, 40:24, 44:24, 44:33, 50:38, 55:38, 63:40, 65:44, 69:50, 75:55, 84:57, 91:58.

Valur: Kiana Johnson 19/8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 15, Ásta Júlía Grímsdóttir 14/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 13/8 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 9, Helena Sverrisdóttir 7/8 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/5 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 8 í sókn.

Skallagrímur: Sanja Orozovic 15/7 fráköst, Keira Breeanne Robinson 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Embla Kristínardóttir 9/5 fráköst, Nikita Telesford 6/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6, Maja Michalska 5/10 fráköst, Arna Hrönn Ámundadóttir 2, Gunnhildur Lind Hansdóttir 1/5 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Gunnlaugur Briem, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 50

mbl.is