Haukar sóttu sigur í Njarðvík

Hansel Giovanny sækir að Njarðvíkingum í Njarðvík í kvöld.
Hansel Giovanny sækir að Njarðvíkingum í Njarðvík í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Njarðvíkingar tóku á móti Haukum í 2. umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik í kvöld í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík. 

Eftir 100 daga „pásu“ fór deildin loks í gang og óhætt að segja að fyrsti fjórðungur í það minnsta einkenndist svolítið af því að leikmenn voru að reyna að finna sína fjöl. 

Haukar hófu leik töluvert betur eftir fríið langa og voru fljótir að koma sér nokkuð þægilega í 10 stiga forskot. Njarðvíkingar klóruðu sig svo aftur inn í leikinn og var hann okkuð jafn allt þangað til í hálfleik þar sem að Haukar leiddu með 6 stigum.  

Í upphafi seinni hálfleiks voru það aftur Haukar sem komu töluvert sprækari til leiks og voru Njarðvíkingar ætíð að elta en sýndu karakter að koma til baka hvað eftir annað. Loka mínútur leiksins æsispennandi þegar Njarðvíkingar hlóðu í enn eitt áhlaupið að Haukum enn gestirnir stóðust álagið og fögnuðu 87:85 sigri. 

Hjá Haukum var það Austin Bracey sem skoraði mest, eða 17 stig enn  hjá Njarðvíkingum var Logi Gunnarsson funheitur með 30 stig en lokaskot hans náði ekki að rata ofan í sem hefði þá tryggt heimamönnum sigurinn. 

Gangur leiksins: 2:12, 4:13, 12:16, 14:19, 21:24, 30:30, 34:40, 39:46, 41:54, 45:58, 51:64, 55:66, 64:70, 71:74, 75:84, 85:87.

Njarðvík: Logi Gunnarsson 30, Rodney Glasgow Jr. 20/4 fráköst/7 stoðsendingar, Mario Matasovic 18/14 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, Adam Eidur Asgeirsson 3, Jon Arnor Sverrisson 2/4 fráköst/7 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.

Haukar: Austin Magnus Bracey 17, Ingvi Þór Guðmundsson 16/9 fráköst/5 stoðsendingar, Hansel Giovanny Atencia Suarez 16/6 stoðsendingar, Brian Edward Fitzpatrick 16/10 fráköst, Breki Gylfason 12/7 fráköst, Hilmar Pétursson 6, Emil Barja 4.

Fráköst: 22 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jóhann Guðmundsson.

Njarðvík 85:87 Haukar opna loka
99. mín. skorar
mbl.is