Staðfesta komu þriðja stjörnuleikmannsins

James Harden er mættur til Brooklyn.
James Harden er mættur til Brooklyn. AFP

James Harden er genginn til liðs við Brooklyn Nets í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum núna rétt í þessu en Harden kemur til Brooklyn frá Houston Rockets þar sem hann hefur leikið frá árinu 2012.

Harden hefur verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár en hann var valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2017-18.

Sex sinnum hefur hann verið valinn í úrvalslið deildarinnar og þá hefur hann verið stigahæsti leikmaður deildarinnar, undanfarin þrjú tímabil.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu að undanförnu en Adri­an Wojn­arowski, íþróttaf­réttamaður hjá ESPN, greindi frá því í gær að félagaskiptin væru í uppsiglingu.

Hjá Brooklyn hittir Harden fyrir Kevin Durant en þeir léku saman hjá Oklahoma Thunder City frá 2009 til ársins 2012.

Þá er Kyrie Irving einnig samningsbundinn Brooklyn Nets en Steve Nash, sem lék í 19 ár í NBA-deildinni frá 1996 til 2015, er þjálfari liðsins.

Félagaskipti Hardens eru flókin í framkvæmd og innihalda fléttu á milli fjögurra liða í deildinni. Caris LeVert mun fara til Indiana Pacers og Victor Oladipo kemur til Houston í frá Indiana skiptum fyrir LeVert.

Þá far aþeir Jarrett Allen og Taurean Price til Cleveland Cavaliers frá Brooklyn en Brooklyn gefur einnig frá sér þrjá framtíðarvalrétti í nýliðavali deildarinnar til Houston.

mbl.is