Keflvíkingar sannfærandi gegn Þór

Halldór Garðar Hermannsson leitar leiða framhjá Keflvíkingum í kvöld.
Halldór Garðar Hermannsson leitar leiða framhjá Keflvíkingum í kvöld. mbl.is/Skúli Sigurs

Keflavík vann í kvöld sannfærandi 115:87-sigur á Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í körfubolta. Staðan í hálfleik var 50:45 en Keflvíkingar stungu af í seinni hálfleik. 

Búist var við hörkuleik og það stefndi í slíkt. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik og varla nokkurn mun að sjá á liðunum. Þriðji fjórðungur hefur ætíð reynst Keflvíkingum nokkuð frjór og þetta kvöldið var ekki breyting á. Þeir punduðu vel á Þórsliðinu í leikhlutanum og grunnur að sigri lagður. 

Það sem eftir lifði spiluðu heimamenn nokkuð skynsamlega á meðan Þórsarar voru að flýta sér töluvert í sínum aðgerðum á hraða sem þeir virtust ekki ráða við. Stigahæstur heimamanna Domynikas Milka með 27 stig enn hjá Þórsurum var það Larry Thomas með 22 stig. 

Fæðingin að þessum sigri var hins vegar ekki alveg áreynslulaus. Fyrri hálfleikur var í járnum nánast allan tímann og jafnt á með liðunum á flestum tölum. Sóknarfráköst Keflvíkinga voru helsti höfuðverkur Þórsara framan af og í raun hélt það sínu striki út allan leikinn.

Sóknarfráköst gefa auðvitað andstæðingnum aðra tilraun á sókninni og 18 slík hjá Keflavík vega nokkuð þungt. Það var hins vegar CJ Burke Bandaríkjamaður Keflvíkinga sem kveikti ákveðinn neista í þriðja leikhluta þegar hann skoraði 11 stig í röð og hófst þar uppbygging að sigri heimamanna.

Félagar hans fylgdu honum svo í kjölfarið þar sem allir voru að leggja í púkkið. Leikurinn hraður og á tímum kannski aðeins of hraður fyrir gestina sem fyrir vikið fóru að taka slakar ákvarðanir og léleg skot fengu að fljúga í loftið. Aldrei gott og þá sérstaklega verandi gestur í Keflavík.   

Það verður ekki af þeim tekið Þórsurum að þeir eru að tefla fram hörkuliði sem er langt frá því að vera 20 stigum frá Keflvíkingum. Leikurinn hins vegar spilaðist þannig þetta kvöldið. Keflvíkingar vil ég meina að séu með eitt sterkasta lið landsins í dag og augljóst meistaraefni. Þegar þeir loksins komust í gang sýndu þeir að þeir spila nánast fölskvalaust og fá lið sem eiga í þennan hóp í þessum ham. 

Blue-höllin, Dominos deild karla, 15. janúar 2021.

Gangur leiksins:: 6:7, 9:15, 18:19, 24:24, 30:29, 34:35, 37:41, 50:45, 56:55, 69:58, 76:64, 83:69, 91:76, 99:78, 106:87, 115:87.

Keflavík: Dominykas Milka 27/13 fráköst, Calvin Burks Jr. 24/8 fráköst, Valur Orri Valsson 15, Arnór Sveinsson 14/5 fráköst, Deane Williams 13/9 fráköst, Ágúst Orrason 11, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/5 fráköst/14 stoðsendingar, Davíð Alexander H. Magnússon 3, Almar Stefán Guðbrandsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn.

Þór Þorlákshöfn: Larry Thomas 22/4 fráköst, Adomas Drungilas 17/9 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 12/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 11/8 fráköst, Callum Reese Lawson 7, Styrmir Snær Þrastarson 7, Davíð Arnar Ágústsson 5, Ragnar Örn Bragason 4, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2.

Fráköst: 18 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 50

Keflavík 115:87 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is