Fimm lið efst og jöfn eftir sigur Vals í kvöld

Kiana Johnson var drjúg fyrir Valskonur í kvöld.
Kiana Johnson var drjúg fyrir Valskonur í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm lið eru jöfn og efst í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, eftir að Valur lagði Hauka að velli í lokaleik dagsins á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld, 74:64.

Valskonur voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 17:13 og í hálfleik var staðan 44:35. Haukar jöfnuðu metin í þriðja leikhluta en Valur sigldi fram úr á ný og hélt Haukum nægilega langt frá sér á lokasprettinum.

Valur, Haukar, Fjölnir, Skallagrímur og Keflavík eru nú öll með 6 stig en hafa ýmist leikið þrjá, fjóra eða fimm leiki. Keflvíkingar eru eina ósigraða liðið í deildinni.

Helena Sverrisdóttir var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Val á sínum gamla heimavelli og þær Kiana Johnson og Guðbjörg Sverrisdóttir skoruðu 16 stig hvor.

Alyesha Lovett skoraði 14 stig fyrir Hauka og Eva Margrét Kristjánsdóttir 12.

Gangur leiksins: 2:6, 8:9, 8:15, 13:17, 17:21, 27:31, 32:38, 35:44, 35:51, 41:52, 44:53, 48:53, 51:53, 55:57, 56:62, 64:74.

Haukar: Alyesha Lovett 14/6 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 12/6 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 10/4 fráköst, Lovisa Bjort Henningsdottir 9/7 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 3.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Valur: Helena Sverrisdóttir 20/12 fráköst, Kiana Johnson 16/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 16, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 5, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/14 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhann Guðmundsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert