Keflavík með fullt hús – sigur hjá bikarmeisturunum

Daniela Wallen átti fínan leik fyrir Keflavík.
Daniela Wallen átti fínan leik fyrir Keflavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í Dominos-deild kvenna í körfubolta en liðið vann 72:60-sigur á Fjölni á heimavelli í dag.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 35:34, Fjölni í vil. Keflavík lagði hins vegar grunninn að sigri með góðum þriðja leikhluta og var staðan 54:43, Keflavík í vil, fyrir fjórða leikhlutann sem reyndist formsatriði fyrir Suðurnesjaliðið.

Katla Rún Garðarsdóttir skoraði 18 stig fyrir Keflavík og tók sex fráköst. Daniela Wallen bætti við 14 stigum. Ariel Hearn skoraði 17 fyrir Fjölni og tók níu fráköst og Lina Pikciuté skoraði 15 stig og tók 13 fráköst.

Keira Robinson átti stórleik.
Keira Robinson átti stórleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bikarmeistarar Skallagríms unnu sinn þriðja leik af fjórum með 85:80-sigri á Snæfelli á heimavelli. Skallagrímur var með undirtökin stærstan hluta leiks en Snæfell minnkaði muninn í tvö stig þegar 90 sekúndur voru eftir, 81:79. Skallagrímur hélt hins vegar út og fagnaði sigri.

Keira Robinson skoraði 30 stig fyrir Skallagrím og Sanja Orozovic skoraði 26 og tók átta fráköst. Haiden Palmer skoraði 29 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir Snæfell og átti sannkallaðan stórleik.

Keflavík - Fjölnir 72:60

Blue-höllin, Dominos deild kvenna, 16. janúar 2021.

Gangur leiksins: 4:2, 7:6, 10:11, 12:17, 16:19, 20:25, 28:29, 34:35, 39:35, 42:41, 49:41, 52:43, 61:47, 63:47, 68:57, 72:60.

Keflavík: Katla Rún Garðarsdóttir 18/6 fráköst, Daniela Wallen Morillo 14/16 fráköst/6 stolnir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Anna Ingunn Svansdóttir 9/7 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/4 varin skot, Agnes María Svansdóttir 5, Erna Hákonardóttir 5.

Fráköst: 23 í vörn, 14 í sókn.

Fjölnir: Ariel Hearn 17/9 fráköst/6 stoðsendingar, Lina Pikciuté 15/13 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 12, Sara Carina Vaz Djassi 9/16 fráköst, Margret Osk Einarsdottir 5, Fanney Ragnarsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Helgi Jónsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 50

Skallagrímur - Snæfell 85:80

Borgarnes, Dominos deild kvenna, 16. janúar 2021.

Gangur leiksins: 5:2, 10:8, 13:14, 18:18, 24:20, 29:24, 36:27, 46:32, 52:37, 58:42, 63:50, 66:55, 66:60, 71:65, 78:72, 85:80.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 30/4 fráköst/7 stoðsendingar, Sanja Orozovic 26/8 fráköst/7 stoðsendingar, Maja Michalska 10/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8/8 fráköst, Nikita Telesford 7/13 fráköst, Embla Kristínardóttir 4/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.

Snæfell: Haiden Denise Palmer 29/11 fráköst/10 stoðsendingar, Kamilé Berenyté 18/6 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 14/5 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 9, Rebekka Rán Karlsdóttir 7, Emese Vida 2/8 fráköst, Vaka Þorsteinsdóttir 1.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 16

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert