Stórkostleg flautukarfa Loga réði úrslitum

Logi Gunnarsson tryggði sigurinn.
Logi Gunnarsson tryggði sigurinn. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Njarðvík vann magnaðan 108:107-sigur á Tindastóli á Sauðárkróki í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Logi Gunnarsson tryggði Njarðvík sigurinn með stórkostlegri flautukörfu í framlengingu. 

Liðin skiptust á að eiga góða leikhluta í fyrri hálfleik en Tindastóll var sterkari í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 48:42. Njarðvík svaraði fyrir sig í þriðja leikhluta og munaði aðeins einu stigi á liðunum fyrir fjórða leikhlutann, 71:70. 

Áfram héldu liðin að skiptast á áhlaupum í fjórða leikhlutanum og urðu lokatölur 92:92 eftir mikla spennu og því varð að framlengja. 

Liðin skiptust á að skora í framlengingunni en Antanas Udras skoraði þegar 1,7 sekúnda var eftir og kom Tindastóli í 107:105. Njarðvík nýtti sér þann litla tíma sem eftir var fullkomlega því Logi Gunnarsson reyndist hetjan með glæsilegri körfu í blálokin. 

Mario Matasovic og Jón Arnór Sverrisson urðu stigahæstir hjá Njarðvík með 25 stig og Logi Gunnarsson skoraði 17 stig. Shawn Glover var stigahæstur hjá Tindstóli með 39 stig og Nikolas Tomsick skoraði 27 stig. 

Njarðvík hefur nú unnið tvo leiki og tapað einum en Tindstóll unnið einn og tapað tveimur. 

Gangur leiksins: 5:5, 9:13, 14:17, 21:25, 25:32, 31:37, 40:39, 49:42, 51:52, 59:58, 66:67, 70:71, 72:80, 77:82, 87:87, 92:92, 99:101, 105:105, 107:108.

Tindastóll: Shawn Derrick Glover 39/9 fráköst, Nikolas Tomsick 27/5 fráköst/10 stoðsendingar, Antanas Udras 16/8 fráköst, Viðar Ágústsson 8/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 5, Helgi Rafn Viggósson 4/5 fráköst, Jaka Brodnik 3/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 3/5 fráköst/8 stoðsendingar, Axel Kárason 2.

Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn.

Njarðvík: Mario Matasovic 25/9 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 25, Logi Gunnarsson 17, Antonio Hester 15/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11, Rodney Glasgow Jr. 7/11 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 6/4 fráköst, Adam Eidur Asgeirsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson, Jakob Árni Ísleifsson.

Tindastóll 107:108 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is