Tröllatvenna og Keflavík með fullt hús stiga

Daniela Wallen var gríðarlega öflug í kvöld.
Daniela Wallen var gríðarlega öflug í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík er áfram eina ósigraða liðið í úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildinni, eftir sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld, 67:57.

Keflvíkingar hafa þar með unnið alla fjóra leiki sína og eru með 8 stig eins og Valur og Fjölnir sem hafa hins vegar leikið einum og tveimur leikjum meira. Haukar eru skammt undan með 6 stig en hafa leikið sex leiki.

Haukar voru yfir, 22:15, eftir fyrsta leikhluta en staðan var 33:33 í hálfleik, Keflvíkingar sigu fram úr í þriðja leikhluta og héldu undirtökunum eftir það.

Daniela Wallen átti stórbrotinn leik með Keflavík en hún skoraði 31 stig og tók 23 fráköst. Sannkölluð tröllatvenna hjá henni. Anna Ingunn Svansdóttir kom næst með 13 stig.

Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 17 stig fyrir Hauka og Alyesha Lovett 13.

Gangur leiksins: 6:2, 8:2, 15:13, 22:15, 27:20, 29:24, 31:30, 33:33, 37:35, 39:38, 42:46, 44:51, 46:53, 50:60, 51:62, 57:67.

Haukar: Bríet Sif Hinriksdóttir 17, Alyesha Lovett 13/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9/5 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 7, Irena Sól Jónsdóttir 5, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4/7 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 31/23 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 13/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 9, Agnes María Svansdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/6 fráköst/3 varin skot.

Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 40

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert