LeBron fór mikinn í tólfta sigri Lakers

LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru í …
LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru í efsta sæti Vesturdeildarinnar. AFP

LeBron James skoraði 34 stig fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið heimsótti Milwaukee Bucks í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Leiknum lauk með 113:106-sigri Lakers en LeBron tók einnig sex fráköst í leiknum og gaf átta stoðsendingar.

Jafnræði var með liðnum allan leikinn en Milwaukee leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta.

Lakers náði yfirhöndinni í öðrum leikhluta og var sex stigum yfir í hálfleik, 63:57. Þann mun tókst Milwaukee-liðinu ekki að búa í síðari hálfleik.

Lakers er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 12 sigra en Milwaukee er í þriðja sæti Austurdeildarinnar með níu sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Milwaukee Bucks 106:113 Los Angeles Lakers
Golden State Warriors 104:119 New York Knicks
Utah Jazz 129:118 New Orleans Pelicans

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert