Hester fór illa með Valsmenn á Hlíðarenda

Kristófer Acox og Baldur Örn Jóhannesson eigast við á Hlíðarenda …
Kristófer Acox og Baldur Örn Jóhannesson eigast við á Hlíðarenda í kvöld. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Antonio Hester átti stórleik fyrir Njarðvík þegar liðið heimsótti Valsmenn á Hlíðarenda í 5. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleiks, Dominos-deildarinnar, í kvöld.

Leiknum lauk með níu stiga sigri Njarðvíkur, 85:76, en Hester skoraði 26 stig og tók fimmtán fráköst fyrir Njarðvík.

Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með 12 stigum í hálfleik, 47:35.

Valsmenn náðu ekki að minnka forskot Njarðvíkinga í þriðja leikhluta og þrátt fyrir heiðarlega tilraun Valsmanna í fjórða leikhluta tókst þeim ekki að ógna forskoti Njarðvíkur.

Rodney Glasgow Jr. átti góðan leik fyrir Njarðvík og skoraði 24 stig en Sinisa Bilic var stigahæstur Valsmanna með 21 stig.

Þá átti Kristófer Acox mjög góðan leik fyrir Val, skoraði 20 stig og tók tólf fráköst.

Njarðvík fer með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar og er með 6 stig en Valur er áfram í áttunda sætinu með 4 stig.

Origo-höllin Hlíðarenda, Dominos deild karla, 24. janúar 2021.

Gangur leiksins:: 6:6, 10:16, 14:18, 18:22, 24:24, 30:31, 33:39, 35:47, 41:50, 41:58, 50:60, 53:65, 58:70, 63:74, 67:80, 76:85.

Valur: Sinisa Bilic 21/8 fráköst, Kristófer Acox 20/12 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 15, Miguel Cardoso 13, Illugi Steingrímsson 5, Finnur Atli Magnússon 2.

Fráköst: 18 í vörn, 8 í sókn.

Njarðvík: Antonio Hester 26/15 fráköst, Rodney Glasgow Jr. 24/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jon Arnor Sverrisson 13/4 fráköst, Logi Gunnarsson 11, Veigar Páll Alexandersson 5, Mario Matasovic 4/4 fráköst, Baldur Örn Jóhannesson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 30

mbl.is