Hjalti sagði okkur að spila vörn og skora fleiri stig en Grindavík

Dominykas Milka er án nokkurs vafa langbesti leikmaður úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar.

Einhverjir vilja kannski véfengja þetta en þetta er skoðun blaðamanns. 

Hann bindur varnarleik Keflvíkinga saman, grimmur á fráköst og sallar niður þessum 20 til 30 stigum í leik. 

Lið hans Keflavík er á toppi deildarinnar ósigrað og þessar staðreyndir ættu að duga nokkuð langt í þessa skoðun.

Dominykas sagði Grindvíkinga vera hættulegt lið sem gæti hrokkið í gang í samtali við mbl.is eftir 94:67-sigur Keflavíkur gegn Grindavík í toppslag fimmtu umferðar deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld.

Þeir hefðu verið sem slíkir í fyrri hálfleik en þegar Keflvíkingar hefðu tekið til í sínum leik, spilað betri vörn, hefði það skilað sigrinum.

mbl.is