Sabin hélt uppteknum hætti

Tyler Sabin átti enn einn stórleikinn fyrir KR.
Tyler Sabin átti enn einn stórleikinn fyrir KR. mbl.is/Árni Sæberg

Tyler Sabin fór enn og aftur á kostum fyrir KR þegar liðið vann nauman fjögurra stiga sigur gegn Þór frá Akureyri í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Höllinni á Akureyri í sjöttu umferð deildarinnar í kvöld.

Sabin skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar en leiknum lauk með 88:92-sigri Vesturbæinga.

KR-ingar byrjuðu betur og leiddu með níu stigum í hálfleik, 42:33. Þórsara minnkuðu muninn í tvö stig í þriðja leikhluta en KR-ingar voru sterkari í fjórða leikhluta.

Sabin hefur skorað 36 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir KR á tímabilinu en Jakob Örn Sigurðarson skoraði 21 stig fyrir KR.

Ivan Aurrecoechea var stigahæstur Þórsara með 30 stig og nítján fráköst og Srdan Stojanovic skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst.

KR fer með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar í sex stig en Þórsarar eru í ellefta sætinu án stiga.

Gangur leiksins:: 4:3, 8:11, 14:16, 18:19, 18:26, 27:28, 30:38, 33:42, 39:44, 48:46, 56:60, 62:64, 65:68, 71:77, 77:80, 88:92.

Þór Akureyri: Ivan Aurrecoechea Alcolado 30/19 fráköst, Srdan Stojanovic 22/11 fráköst, Dedrick Deon Basile 17/11 stoðsendingar, Andrius Globys 16/8 fráköst, Kolbeinn Fannar Gíslason 3.

Fráköst: 23 í vörn, 18 í sókn.

KR: Tyler Sabin 32/4 fráköst/8 stoðsendingar, Jakob Örn Sigurðarson 21, Matthías Orri Sigurðarson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 7, Björn Kristjánsson 7, Þorvaldur Orri Árnason 4, Brynjar Þór Björnsson 3, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2.

Fráköst: 17 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Einar Þór Skarphéðinsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert