Neðsta liðið vann efsta liðið

Jerami Grant keyrir að körfu Philadelphia 76ers.
Jerami Grant keyrir að körfu Philadelphia 76ers. AFP

NBA-deildin í körfuknattleik er ekki fyrirsjáanlegasta deild í heimi íþróttanna. Í nótt vann neðsta liðið í austurdeildinni fimmtán stiga sigur á liðinu í efsta sæti í deildinni. 

Detroit Pistons skelltu þá Philadelphia 76ers 119:104 í Detroit. Var þetta aðeins fjórði sigur Detroit á tímabilinu og hafði liðið tapað fjórum í röð. Philadelphia hafði unnið þrjá leiki í röð. 

Delon Wright var stigahæstur hjá Detroit með 28 stig en Tobias Harris skoraði 25 fyrir Philadelphia. 

LeBron James kann vel við sig í Cleveland og skoraði 46 stig þegar meistararnir í LA Lakers unnu Cleveland Cavaliers 115:108. Vangaveltur voru um að Lakers myndi mögulega hvíla James og/eða Anthony Davis en þeir voru báðir með. James er ótrúlegur leikmaður en hann tók einnig átta fráköst, gaf sex stoðsendingar, stal boltanum tvívegis og varði tvö skot. 

Úrslit: 

Detroit  Philadelphia 115:108

Indiana  Toronto 129:114

Orlando  Charlotte 117:108

Brooklyn  Miami 98:85

Cleveland  LA Lakers 108:115

Dallas  Denver 113:117

Chicago  Boston 103:119

Golden State  Minnesota 130:108

Portland  Oklahoma 122:125

LeBron James treður knettinum í körfuna í Ohio í nótt.
LeBron James treður knettinum í körfuna í Ohio í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert