Níundi sigurinn í röð

Royce O'Neale og samherjar geta brosað þessa dagana.
Royce O'Neale og samherjar geta brosað þessa dagana. AFP

Utah Jazz er í miklu stuði í NBA-deildinni í körfuknattleik um þessar mundir og vann í nótt níunda sigurinn í röð. 

Utah fékk New York Knicks í heimsókn og skipti engu máli þótt New York væri með fimmtán stiga forystu um tíma. Utah vann 108:94 þrátt fyrir það. 

Royce O´Neale var stigahæstur hjá Utah með 20 stig en Austin Rivers skoraði 25 stig fyrir New York.

Athyglisvert er að Utah var með 50% árangur eftir fyrstu átta leikina en hefur síðan þá unnið níu í röð eða þrettán af sautján leikjum til þessa. Sem stendur virðist liðið ætla að halda í við Los Angeles liðin tvö sem hafa byrjað mjög vel. 

Úrslit:

Utah - New York 108:94

Atlanta - LA Clippers 108:99

Houston - Washington 107:88

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert