Ótrúleg endurkoma Vals á Hlíðarenda

Hldur Björg Kjartansdóttir skoraði 20 stig fyrir Val í kvöld.
Hldur Björg Kjartansdóttir skoraði 20 stig fyrir Val í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði fimm þriggja stiga körfur þegar Valur vann tíu stiga sigur gegn Breiðabliki í áttundu umferð úrvalsdeildar kvenna, Dominos-deildarinnar, á Hlíðarenda í kvöld.

Leiknum lauk með 88:78-sigri Vals sem var undir allan leikinn eða allt þangað til í fjórða leikhluta þegar þeim tókst að snúa leiknum sér í vil.

Breiðablik skoraði 25 stig gegn 11 stigum Vals í fyrsta leikhluta en Valskonum tókst að laga stöðuna í fyrri hálfleik og Breiðablik leiddi með fimm stigum í hálfleik, 40:35.

Munurinn var áfram fimm stig eftir þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta skoruðu Valskonur 33 stig gegn 18 stigum Breiðabliks.

Dagbjörg Dögg var stigahæst í Valsliðinu með 21 stig og Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 20 stig og tók tólf fráköst.

Jessica Loera skoraði 18 stig fyrir Breiðablik og Iva Georgieva skoraði 17 stig.

Vaæir er með 10 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir sjö spilaða leiki en Breiðablik er í sjöunda sætinu með 4 stig eftir átta leiki.

Origo-höllin Hlíðarenda, Dominos deild kvenna, 27. janúar 2021.

Gangur leiksins:: 0:7, 5:14, 11:18, 11:25, 19:31, 22:38, 28:40, 35:40, 39:45, 46:53, 46:56, 55:60, 62:64, 75:66, 81:70, 88:78.

Valur: Dagbjört Dögg Karlsdóttir 21/6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 20/12 fráköst, Helena Sverrisdóttir 16/11 fráköst/7 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 12, Eydís Eva Þórisdóttir 9, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 3.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Breiðablik: Jessica Kay Loera 18/4 fráköst/6 stoðsendingar, Iva Georgieva 17/4 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 14/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 11, Isabella Ósk Sigurðardóttir 10/10 fráköst/4 varin skot, Birgit Ósk Snorradóttir 6/5 fráköst, Fanney Lind G. Thomas 2.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Friðrik Árnason, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 30

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert