Fengu að heyra það í hálfleik

Jón Arnór Sverrisson hefur verið að spila gríðarlega vel núna í upphafi móts fyrir Njarðvíkinga og í kvöld var ekki mikil breyting á þegar lið hans sigraði Grindavík í 6. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík í kvöld.

Jón sagði að búast hefði mátt við hörku leik og því fátt sem kom á óvart þetta kvöldið. Jón talaði hreina íslensku um þann slæma kafla liðsins í öðrum leikhluta þegar liðið spilaði enga vörn og flæðið í sóknarleiknum var lítið. Hálfleiksræða þjálfarans hafi hinsvegar verið nokkuð góð og seinni hálfleikur hjá þeim grænu töluvert betri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert