Njarðvíkingar með seiglusigur

Mario Matasovic sækir að Grindvíkingum í kvöld.
Mario Matasovic sækir að Grindvíkingum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Njarðvíkingar fengu Grindavík í heimsókn í 6. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í kvöld og um var að ræða hörku leik. 

Grindvíkingar leiddu í hálfleik með 6 stigum enn þriðji fjórðungur var Njarðvíkingum gæfulegur og komu þeir sér þar í nokkuð þægilegt forskot. 

Grindvíkingar lítt verið þekktir fyrir að gefast upp og komu sér inn í leikinn að nýju.  Það var svo ekki fyrr enn á loka sekúndum leiksins sem að úrslit réðust.

Joonas Jarvelainen leikmaður Grindvíkingar átti tök á því að jafna en skot hans klikkaði og Njarðvíkingar fögnuðu sínum fyrsta heimasigri í vetur. 

Joonas sem fyrr stigahæstur þeirra Grindvíkinga með 24 stig enn hjá Njarðvík var það Mario Matasovic einnig með 24 stig. 

Fyrir leik höfðu Njarðvíkingar ekki unnið einn einasta heimaleik í deildinni dýrt svo sannarlega þar sem þeir hafa unnið nokkuð frækna útisigra hingað til. Njarðvíkingar voru heilt yfir sterkari enn gestirnir þó svo að kafli í fyrri hálfleik hafi þeir verið yfirspilaðir. 

Á þessum tíma sýndu heimamenn augljósan veikleika í varnarleik sínum sem þeir hinsvegar skutu loku fyrir í seinni hálfleik.  Rodney Glasgow leikstjórnandi þeirra virðist vera hvalreki því hann stýrir leik liðsins gríðarlega vel og skorar þegar á þarf að halda. 

Njarðvíkingar eru enn án Maciek Baginski sem verður frá í það minnsta næstu 2 mánuði að sögn heimasíðu Njarðvíkinga.  Grindvíkingar voru í raun alls ekkert langt frá þessu í kvöld en urðu fyrir áfalli þegar Dagur Kár þurfti að yfirgefa völlinn og hné meiðsli sem hafa hrjáð hann áður mögulega að taka sig upp aftur. Þetta gerðist þegar Dagur hafði sett niður 12 stig í röð (4 þrista) og allt gekk upp hjá Grindavík. 

Þegar á leið sást greinilega að Dagur er ekki síður mikilvægur fyrir Grindavík í skorun en sem leikstjórnandi liðsins.  Aðrir leikmenn sem eru ekki vanir stöðunni reyndu að leysa hana og gerðu ágætlega. 

Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru þessi tvö lið nokkuð álík að styrkleika og vega hvort annað vel upp maður á mann.  Að því sögðu fór leikurinn kannski eins og flestir höfðu búist við, jafn fram á síðustu sekúndu. 

Sigur Njarðvíkinga sanngjarn? Það má svo sem alveg segja það ef litið er til þess að þeir höfðu tök á leiknum eftir stórkostlegan kafla í þriðja leikhluta. Enn það hefði hinsvegar ekkert komið á óvart hefðu gestirnir tekið sigurinn, svo jöfn eru þessi lið. 

Leiknum lauk með 81:78-sigri Njarðvíkur en liðið fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar í 8 stig en Grindavík er í fjórða sætinu, einnig með 8 stig.

Gangur leiksins: 5:3, 9:9, 16:16, 20:19, 22:28, 27:35, 30:37, 35:46, 40:51, 49:51, 59:51, 62:56, 67:61, 72:69, 79:74, 81:78.

Njarðvík: Mario Matasovic 24/4 fráköst, Rodney Glasgow Jr. 23/4 fráköst, Antonio Hester 11/16 fráköst, Logi Gunnarsson 10, Jon Arnor Sverrisson 5/6 fráköst/6 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 3, Adam Eidur Asgeirsson 3, Ólafur Helgi Jónsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 3 í sókn.

Grindavík: Joonas Jarvelainen 24/12 fráköst, Ólafur Ólafsson 15, Dagur Kár Jónsson 12, Eric Julian Wise 9/4 fráköst, Kristinn Pálsson 7/5 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Njarðvík 81:78 Grindavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert