Keflvíkingar hristu af sér slenið

Deane Williams keyrir upp að körfu ÍR-inga í Reykjanesbæ í …
Deane Williams keyrir upp að körfu ÍR-inga í Reykjanesbæ í kvöld. Ljósmynd/Skúli

Keflvíkingum tókst í kvöld að hrista af sér tapið gegn Stjörnunni á dögunum. Keflavík vann ÍR í sjöundu umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í Blue-höllinni í Reykjanesbæ 86:79. 

Keflvíkingar eru á toppnum með 12 stig en ÍR er eitt af fimm liðum sem eru með 8 stig. Í kvöld mætast Grindavík og Stjarnan en Stjarnan getur einnig náð 12 stigum. 

Líkt og með flesta leiki deildarinnar biðu margir eftir þessari viðureign. Keflvíkingar voru ívið sterkari megnið af leiknum og leiddu með 12 stigum í hálfleik en þriðji leikhluti var þeim ÍR-ingum gæfuríkur og náðu þeir að minnka forskotið á þeim tíma niður í 1 stig.

Mest leiddu heimamenn með 19 stigum í leiknum. En heimamenn héldu út og sigruðu að lokum með 86 stigum gegn 79 og halda sig sem fastast við toppinn í deildinni. 

Dominykas Milka með enn einn stórleikinn, 10 fráköst og 34 stig. Hjá ÍR var Colin Pryor með 22 stig. 

Topplið Keflvíkinga var að koma af afar slæmu tapi í Garðabæ í síðustu umferð og komu þeir til leiks grimmir og hófu orrahríð sem skilaði þeim 19 stiga forskoti á skömmum tíma. En á tímum sýndi toppliðið veikleika í sínum leik þegar þeir urðu kærulausir og í slíkri deild sem hún er í ár komast fáir upp með slíkt.

ÍR-ingar t.a.m. voru fljótir að þefa uppi og sem fyrr segir komu sér inn í leikinn. Þetta var meðal annars ákveðin herkænska Borces Illveskis þjálfara ÍR sem gerði ákveðnar varnarbreytingar í hálfleik. En topplið eins og Keflavík fundu lausn á því. ÍR náðu svo sannarlega að hægja á tvíhöfða skrímsli þeirra heimamanna en í þetta skiptið var það Dominykas Milka sem að miklu leyti tók lið sitt á herðar sér með afar skynsömum leik. 

ÍR-ingar voru á stórum tíma leiksins ansi týndir enn sýndu það svo sannarlega að það má aldrei af þeim líta. Það er töluvert auðveldara að játa sig sigraðan í Keflavík eftir að hafa lent undir einhverjum 19 stigum og varla sjá til sólar. En gestirnir klóruðu sig aftur inn í leikinn af miklu áræði. Colin Pryor var þeirra besti maður þetta kvöldið en hann vantaði kannski örlítið meiri hjálp frá liðsfélögum sínum. Svo skorti ÍR líka skrokk til að eiga við Milka niðri á blokkinni.

Fróðlegt verður að sjá hvort þeirri nýi maður sem er á leiðinni, Zvonko Buljan, verði sá maður. Keflvíkingar eru eftir leikinn enn á toppi deildarinnar með Stjörnumönnum en ÍR í 6. sæti í afar jafnri Dominosdeild karla. 

Keflavík - ÍR 86:79

Blue-höllin, Dominos deild karla, 01. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 4:2, 9:2, 21:9, 27:15, 31:20, 41:24, 47:33, 49:39, 55:44, 59:49, 62:58, 65:64, 70:67, 76:70, 81:73, 86:79.

Keflavík: Dominykas Milka 34/10 fráköst, Calvin Burks Jr. 16/7 fráköst, Deane Williams 15/10 fráköst, Reggie Dupree 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/11 stoðsendingar, Ágúst Orrason 4, Valur Orri Valsson 3/6 fráköst/6 stoðsendingar.

Fráköst: 32 í vörn, 9 í sókn.

ÍR: Collin Anthony Pryor 22/5 fráköst, Danero Thomas 16/7 fráköst, Evan Christopher Singletary 12, Sæþór Elmar Kristjánsson 12, Sigvaldi Eggertsson 9, Everage Lee Richardson 5/5 fráköst/9 stoðsendingar, Benoný Svanur Sigurðsson 3.

Fráköst: 17 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 47

Keflavík 86:79 ÍR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert