Ætlum að vinna sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð

Sabin er stigahæstur í deildinni í vetur og er hér …
Sabin er stigahæstur í deildinni í vetur og er hér í leiknum gegn Stjörnunni á fimmtudag. mbl.is/Árni Sæberg

Bandaríski skotbakvörðurinn Ty Sabin hefur komið eins og stormsveipur inn í Domino‘s-deild karla í körfuknattleik á tímabilinu. Í fyrsta leik hans, naumu tapi gegn Tindastóli, stimplaði hann sig rækilega inn með því að skora 47 stig. Eftir það hefur það talist til tíðinda ef Sabin hefur ekki skorað í kringum 30 stig í leik.

Hann er enda með besta stigameðaltalið í deildinni, 28,7 stig, auk þess að vera stigahæstur með 258 stig í níu leikjum. Sabin hefur verið drjúgur í stigaskorun á ferli sínum og setti fjöldann allan af metum á háskólaárum sínum, þar sem hann lék fyrir Ripon Red Hawks í Ripon-háskólanum í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum.

Þá var Sabin stigahæstur allra með 731 stig í 33 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili þegar Wetterbygden Stars lenti nokkuð óvænt í 5. sæti deildarinnar. Í haust samdi hann svo við KR en spilaði ekki sinn fyrsta leik fyrr en í janúar vegna frestunar Íslandsmótsins af völdum kórónuveirufaraldursins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert