Áttundi sigurleikurinn í röð

Jordan Clarkson skoraði 40 stig fyrir Utah Jazz í nótt.
Jordan Clarkson skoraði 40 stig fyrir Utah Jazz í nótt. AFP

Ekkert fær stöðvað Utah Jazz í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik en liðið vann sinn áttunda sigur í röð í deildinni í nótt.

Utah fékk Philadelphia 76ers í heimsókn í toppslag deildarinnar en lokatölur urðu 134:123 fyrir Utah sem var að vinna sinn áttunda sigur í röð.

Jordan Clarkson átti stórleik fyrir Utah, skoraði 40 stig, en Ben Simmons var atkvæðamestur Philadelphiu-manna með 42 stig, tólf stoðsendingar og níu fráköst.

Utah er áfram í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 23 sigra en Philadelphia er í efsta sæti Austurdeildarinnar með 18 sigra.

Úrslit næturinnar:

Indiana Pacers 112:120 Chicago Bulls
Washington Wizards 131:119 Houston Rockets
New York Knicks 123:112 Atlanta Hawks
Utah Jazz 134:123 Philadelphia 76ers
Golden State Warriors 129:98 Cleveland Cavaliers
Los Angeles Clippers 125:118 Miami Heat
Sacramento Kings 125:Brooklyn Nets 136

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert