Hildur skoraði 28 stig í sigri Vals

Hildur Björg Kjartansdóttir sækir að körfu Fjölnis í kvöld.
Hildur Björg Kjartansdóttir sækir að körfu Fjölnis í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 28 stig og tók 13 fráköst þegar Valur vann Fjölni með sautján stiga mun 74:57 í Dominos-deildinni í körfuknattleik á Hlíðarenda í kvöld. 

Valsliðið fer nú væntanlega að eflast með tilkomu Helenu Sverrisdóttur sem farin er að leika á ný eftir barnsburð. Helena lék í 26 mínútur í kvöld og skoraði 10 og tók 12 fráköst. 

Valur er með 12 stig eftir átta leiki og er tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Fjölnir er einnig með 12 stig og hefur leikið níu leiki. 

Ariel Hearn skoraði 27 stig fyrir Fjölni og var langstigahæst. 

Gangur leiksins: 2:3, 8:5, 8:9, 15:12, 17:14, 23:22, 32:27, 36:31, 43:34, 50:38, 58:44, 60:46, 63:51, 66:51, 72:55, 74:57.

Valur: Hildur Björg Kjartansdóttir 28/13 fráköst, Kiana Johnson 14/4 fráköst/10 stoðsendingar/8 stolnir, Helena Sverrisdóttir 10/12 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/4 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 7 í sókn.

Fjölnir: Ariel Hearn 27/12 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 9, Sara Carina Vaz Djassi 8/7 fráköst, Lina Pikciuté 7/15 fráköst, Margret Osk Einarsdottir 3, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 2, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 1.

Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Jakob Árni Ísleifsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert