Keflavík á toppinn

Daniela Wallen.
Daniela Wallen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík sigraði Snæfell í Stykkishólmi 91:79 í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld og fer á toppinn með 14 stig eftir sjö leiki.

Daniela Wallen skoraði 37 stig fyrir Keflavík. Hún tók einnig 17 fráköst og stal boltanum sjö
sinnum. Emese Vida var atkvæðamest hjá Snæfelli með 22 stig og tók hún 18 fráköst en Snæfell er með 4 stig.

Leik Vals og Fjölnis er ekki lokið en Fjölnir getur einnig náð 14 stigum eftir umferðina eins og Keflavík.

Skallagrímur vann KR 67:53 í Borgarnesi. Sanja Orozovic skoraði 18 stig fyrir Skallagrím, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en hún lék með KR á síðasta keppnistímabili. Taryn Cutcheon skoraði 17 stig og gaf 9 stoðsendingar. 

Skallagrímur er með 8 stig en KR er á botninum án stiga. 

Snæfell - Keflavík 79:91

Stykkishólmur, Dominos deild kvenna, 17. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 9:7, 14:16, 22:25, 28:31, 30:37, 34:43, 39:48, 41:54, 45:54, 49:61, 52:67, 61:69, 68:78, 71:86, 77:89, 79:91.

Snæfell: Emese Vida 22/18 fráköst, Haiden Denise Palmer 16/15 fráköst/6 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 12, Anna Soffía Lárusdóttir 12/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9/6 stoðsendingar, Kamilé Berenyté 8/8 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 19 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 37/17 fráköst/7 stolnir, Katla Rún Garðarsdóttir 16, Anna Ingunn Svansdóttir 14, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 10/3 varin skot, Agnes María Svansdóttir 6, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Skallagrímur - KR 67:53

Borgarnes, Dominos deild kvenna, 17. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 2:5, 8:8, 14:11, 19:11, 23:16, 24:16, 27:18, 33:22, 40:24, 47:30, 53:32, 59:39, 63:42, 64:47, 67:49, 67:53.

Skallagrímur: Sanja Orozovic 18/10 fráköst/6 stoðsendingar, Nikita Telesford 16/9 fráköst/5 stoðsendingar, Embla Kristínardóttir 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/5 fráköst, Maja Michalska 7/8 fráköst, Arnina Lena Runarsdottir 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 8 í sókn.

KR: Taryn Ashley Mc Cutcheon 17/4 fráköst/9 stoðsendingar, Annika Holopainen 15/6 fráköst, Þóra Birna Ingvarsdóttir 4, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4/7 fráköst, Helena Haraldsdóttir 4, Perla Jóhannsdóttir 3, María Vigdís Sánchez-Brunete 2, Unnur Tara Jónsdóttir 2/8 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Aron Rúnarsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert