Ísland vann riðilinn í fyrstu umferð forkeppni HM

Jón Axel Guðmundsson skorar eina af sex þriggja stiga körfum …
Jón Axel Guðmundsson skorar eina af sex þriggja stiga körfum sínum í sigrinum gegn Slóvakíu. Hann var stigahæstur í leiknum með 29 stig. Ljósmynd/FIBA

Íslenska landsliðið í körfuknattleik karla er komið áfram í aðra umferð forkeppni HM 2023 eftir að hafa unnið góðan 94:79 sigur gegn Slóvakíu í Pristína í Kósóvó í gær. Ísland er þar með búið að vinna B-riðil fyrstu umferðar forkeppninnar.

Ísland mætir Lúxemborg, einnig í Pristínu þar sem liðið dvelur í „búbblu“ á sunnudaginn kemur í lokaleik riðilsins. Leikurinn skiptir ekki máli fyrir liðið upp á endanlega niðurstöðu riðilsins, en hver sigur er þó mikilvægur í viðleitni landsliðsins til þess að klífa upp FIBA-listann og koma sér í hærri styrkleikaflokk.

Önnur umferð í forkeppni HM 2023 hefst í ágúst. Ásamt Íslandi hafa Hvíta-Rússland og Portúgal þegar tryggt sér sæti í aðra umferð og á sunnudaginn kemur í ljós hvort Slóvakía, Kósóvó eða Lúxemborg fylgi Íslandi upp úr B-riðlinum. Þau átta evrópsku lið sem komast ekki áfram á EM 2022 koma svo inn í aðra umferð forkeppni HM og þar með munu 12 lið bítast um að komast í þriðju umferð, undankeppnina sjálfa.

Sex lið af þessum tólf munu komast áfram í undankeppnina, þar sem þau hitta fyrir evrópsku liðin 11 sem hafa þegar tryggt sér sæti á EM. Af þessum 17 Evrópuliðum komast svo 12 í lokakeppnina sem mun fara fram í Indónesíu, Japan og Filippseyjum í ágúst-september árið 2023.

Nánari umfjöllun um leikinn má finna á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert