Stórkostlegur sigur Martins og félaga

Martin Hermannsson og félagar unnu glæsilegan sigur.
Martin Hermannsson og félagar unnu glæsilegan sigur. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia gerðu sér lítið fyrir og unnu stórlið Real Madrid, 89:78, í Evrópudeildinni í körfubolta í kvöld en deildin er sú sterkasta í álfunni. 

Martin lék í 18 mínútur í kvöld og skoraði á þeim níu stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 

Valencia er í tíunda sæti deildarinnar með þrettán sigra í 25 leikjum. Real Madrid er í fjórða sæti með fimmtán sigra og tíu töp. 

mbl.is