Vörnin lykillinn að sigrinum

Craig Pedersen var ánægður með varnarleik íslenska landsliðins í sigrinum …
Craig Pedersen var ánægður með varnarleik íslenska landsliðins í sigrinum í gær. Ljósmynd/FIBA

„Við áttum mjög góðan síðari hálfleik. Það tók okkur smá tíma að finna taktinn og finna út úr því hvað við ætluðum að gera í leiknum. Mér fannst leikmennirnir gera mjög vel í að sýna ákefð í síðari hálfleiknum og stóðu sig mjög vel í sóknarleiknum. Þeir bjuggu til pláss fyrir bakverðina fyrir utan teig en einnig fyrir Tryggva inni í teig,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins í körfuknattleik, í samtali við Morgunblaðið eftir 94:79-sigur liðsins gegn Slóvakíu í forkeppni HM 2023 í gær.

Pedersen sagði vörnina þó hafa skapað sigurinn „Ég tel að lykilinn að sigrinum hafi verið varnarleikurinn. Við náðum að halda þeim niðri og pirra þá á stundum. Það hjálpaði svo auðvitað sókninni, sérstaklega í þriðja leikhlutanum, þegar við náðum talsvert af góðum skyndisóknum og létum boltann ganga mjög hratt.“

Hann sagðist heilt yfir vera ánægður með frammistöðuna. „Það voru auðvitað tímapunktar í fyrri hálfleik þar sem hlutirnir gengu ekki alveg nægilega smurt fyrir sig. Stundum þegar liðið hefur ekki spilað lengi saman tekur það smá tíma fyrir leikmenn að finna sameiginlegan takt á ný. Sem betur fer fundum við hann.“

Viðtalið við Craig Pedersen má sjá í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert