Oliver happafengur fyrir Borgnesinga

Marques Oliver hefur styrkt lið Skallagríms.
Marques Oliver hefur styrkt lið Skallagríms. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skallagrímur vann í gærkvöld annan leik sinn í röð í 1. deild karla í körfuknattleik en Borgnesingar tóku þá á móti Fjölni.

Lokatölur urðu 84:67 og Borgnesingar fylgdu þar með eftir óvæntum sigri á toppliði Breiðabliks í síðasta leik. Marques Oliver kom til liðs við Skallagrím fyrir Blikaleikinn og hefur heldur betur reynst liðinu vel en í gærkvöld skoraði hann 23 stig og tók 16 fráköst. Oliver lék áður með Haukum, Fjölni og Þór á Akureyri.

Selfoss vann Hrunamenn í spennandi Suðurlandsslag, 89:85, í hinum leik gærkvöldsins en leik Vestra og Álftaness var frestað þar til kl. 14 í dag.

Breiðablik og Hamar eru með 12 stig á toppi deildarinnar, Sindri og Álftanes 10, Vestri og Skallagrímur 8 en Fjölnir, Hrunamenn og Selfoss eru öll með 4 stig í þremur neðstu sætunum.

Skallagrímur  Fjölnir 84:67

Borgarnes, 1. deild karla, 19. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 3:4, 7:10, 11:12, 13:17, 18:21, 21:28, 29:30, 38:33, 45:35, 51:37, 55:41, 55:41, 62:45, 72:54, 82:62, 84:67.

Skallagrímur: Marques Oliver 23/16 fráköst/5 varin skot, Kristófer Gíslason 22/6 fráköst, Marinó Þór Pálmason 18/4 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 8, Hjalti Ásberg Þorleifsson 5/9 fráköst/5 stoðsendingar, Benedikt Lárusson 5, Davíð Guðmundsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 34 í vörn, 9 í sókn.

Fjölnir: Matthew Carr Jr. 40/11 fráköst/5 stolnir, Johannes Dolven 14/17 fráköst, Viktor Máni Steffensen 4, Karl Ísak Birgisson 4, Hlynur Breki Harðarson 3, Daníel Bjarki Stefánsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Friðrik Árnason, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 6

Selfoss  Hrunamenn 89:85

Vallaskóli, 1. deild karla, 19. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 5:5, 12:11, 19:16, 22:25, 22:33, 27:37, 32:39, 41:44, 43:48, 49:53, 57:54, 63:60, 70:60, 77:69, 77:74, 78:78, 80:81, 89:85.

Selfoss: Kristijan Vladovic 22/7 fráköst/7 stoðsendingar, Terrence Christopher Motley 17/11 fráköst, Sveinn Búi Birgisson 15/3 varin skot, Kennedy Clement Aigbogun 15/7 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 6, Arnór Bjarki Eyþórsson 6, Aljaz Vidmar 4, Sigmar Jóhann Bjarnason 2/7 fráköst, Ari Gylfason 2.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Hrunamenn: Corey Taite 32/9 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Karlo Lebo 20/8 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 19/5 fráköst, Eyþór Orri Árnason 6, Yngvi Freyr Óskarsson 6/8 fráköst, Orri Ellertsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 10

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert