Drama­tísk flautukarfa réð úr­slit­um

Terry Rozier var vel og innilega fagnað af liðsfélögunum í …
Terry Rozier var vel og innilega fagnað af liðsfélögunum í nótt. AFP

Mikil dramatík var í NBA-deildinni í körfuknattleik, Charlotte Hornets vann 102:100-sigur gegn Golden State Warriors á heimavelli í nótt.

Terry Rozier, sem lauk kvöldinu með 36 stig, skoraði flautukörfu til að innsigla sigur Hornets eftir að Golden State náði tíu stiga forystu nokkrum mínútum fyrr í lokaleikhlutanum, 89:79. Kelly Oubre Jr. setti niður 25 stig fyrir gestina og tók sex fráköst.

Miami Heat gerði sér góða ferð til Los Angeles Lakers og vann þar 96:94-sigur. LeBron James var þar að tapa gegn sínum gömlu félögum en hann skoraði 19 stig í leiknum. Þá er Washington Wizards nú búið að vinna fjóra í röð eftir 118:111-sigur á Portland Trail Blazers en Bradley Beal skilaði 37 stigum fyrir Washington og þá var Russell Westbrook atkvæðamikill, skoraði 27 stig, tók 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Damian Lillard skoraði 35 stig fyrir Portland.

Úrslitin í nótt
Charlotte Hornets - Golde State Warriors 102:100
Los Angeles Lakers - Miami Heat 94:96
Chicago Bulls - Sacramento Kings 122:114
Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 97:128
Portland Trail Blazers - Washington Wizards 111:118

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert