Stjörnurnar fóru á kostum

James Harden raðaði inn stigunum fyrir Brooklyn Nets í nótt.
James Harden raðaði inn stigunum fyrir Brooklyn Nets í nótt. AFP

James Harden skoraði 37 stig fyrir Brooklyn Nets þegar liðið heimsótti LA Clippers í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Brooklyn leiddi með sjö stigum í hálfleik, 58:51.

Brooklyn jók forskot sitt í þriðja leikhluta, leiddi með 10 stigum fyrir fjórða leikhluta, og Clippers tókst ekki að koma til baka þrátt fyrir hetjulega baráttu.

Leiknum lauk með 112:108-sigri Brooklyn en Harden tók einnig ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Kyrie Irving skoraði 28 stig fyrir Brooklyn og gaf átta stoðsendinga en Kevin Durant var ekki í leikmannahóp Brooklyn vegna meiðsla.

Paul George var stigahæstur Clippers-manna með 34 stig og Kawhi Leonard skoraði 29 stig.

Brooklyn er í öðru sæti Austurdeildarinnar með 20 sigra en LA Clippers er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar með 22 stig.

Úrslit næturinnar í NBA:

Cleveland Cavaliers 101:117 Oklahoma City Thunder
New York Knicks 103:99 Minnesota Timberwolves
Orlando Magic 105:96 Detroit Pistons
Toronto Raptors 110:103 Philadelphia 76ers
Atalanta Hawks 123:115 Denver Nuggets
Los Angeles Clippers 108:112 Brooklyn Nets
Milwaukee Bucks 128:115 Sacramento Kings

mbl.is