Meistararnir töpuðu eftir framlengdan leik

Russell Westbrook fór á kostum í Los Angeles í nótt.
Russell Westbrook fór á kostum í Los Angeles í nótt. AFP

Russell Westbrook átti stórleik fyrir Washington Wizards þegar liðið heimsótti meistara Los Angeles Lakers í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Westbrook skoraði 32 stig, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðsendingar en leiknum lauk með 127:124-sigri Washington eftir framlengdan leik.

Lakers-menn byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með fjórtán stigum í hálfleik, 63:49. Washington tókst að minnka muninn í sex stig í þriðja leikhluta.

Washington skoraði 35 stig gegn 29 stigum Lakers í fjórða leikhluta og tókst að minnka muninn. Í framlengingu voru það svo Washington-menn sem reyndust sterkari.

Bradley Beal skoraði 33 stig í liði Washington en hjá Lakers var LeBron James stigahæstur með 31 stig og þrettán stoðsendingar.

Úrslit næturinnar í NBA:

Houston Rockets 100:120 Chicago Bulls
Dallas Mavericks 102:92 Memphis Grizzlies
Oklahoma City Thunder 94:108 Miami Heat
Phoenix Suns 132:100 Portland Trail Blazers
Utah Jazz 132:110 Charlotte Hornets
Los Angeles Lakers 124:127 Washington Wizards

mbl.is