Áttundi sigurinn kom eftir spennandi leik

Erna Hákonardóttir sækir að körfu Fjölnis í kvöld en hún …
Erna Hákonardóttir sækir að körfu Fjölnis í kvöld en hún skoraði 13 stig í kvöld. Fanney Ragnarsdóttir (8) og Heiða Hlín Björnsdóttir (2) eru til varnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík er enn með fullt hús stiga í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir sigur gegn Fjölni 85:86 í Grafarvogi í kvöld. 

Leikurinn var mjög spennandi á lokakaflanum en undir lok þriðja leikhluta virtist Keflavík vera að síga fram úr og var þá með tíu stiga forskot. 

Fjölniskonur gáfu sig aldrei og nöguðu forskotið niður. Bæði lið gerðu mörg mistök á lokamínútunum en Fjölni tókst að jafna 85:85 þegar um tíu sekúndur voru eftir. Keflavík tók leikhlé og fór í sókn þar sem brotið var á Danielu Morillo. Skoraði hún úr síðasta skotinu þegar um 7 sekúndur voru eftir og reyndist það sigursskotið því Fjölnir tapaði boltanum í sinni síðustu sókn. 

Keflavík er með 16 stig eftir átta leiki en Fjölnilr er með 12 stig eftir ellefu leiki. 

Fjölnir - Keflavík 85:86

Dalhús, Dominos deild kvenna, 24. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 4:9, 10:11, 15:19, 18:19, 22:21, 26:29, 30:36, 39:44, 47:49, 49:55, 58:63, 62:75, 68:75, 70:78, 79:80, 85:86.

Fjölnir: Lina Pikciuté 21/18 fráköst/6 stoðsendingar, Ariel Hearn 17/7 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Sara Carina Vaz Djassi 16/6 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 10, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 9, Heiða Hlín Björnsdóttir 5/4 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 3, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Margret Osk Einarsdottir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 10 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 22/13 fráköst/7 stolnir, Katla Rún Garðarsdóttir 16/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 14, Erna Hákonardóttir 13, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12/5 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6, Anna Lára Vignisdóttir 3/5 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Sigurbaldur Frimannsson, Johann Gudmundsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert