Utah lagði meistarana í toppslagnum

LeBron James og Royce O'Neale eigast við í Utah í …
LeBron James og Royce O'Neale eigast við í Utah í nótt. AFP

Utah Jazz hafði betur gegn Los Angeles Lakers í toppslag NBA-deildarinnar í körfuknattleik í Utah í nótt.

Leiknum lauk með 114:89-sigri Utah sem var að vinna sinn fjórða leik í röð í deildinni og jafnframt 22. sigurinn í síðustu 24 leikjum.

Sigur Utah var alrei í hættu en liðið leiddi með 16 stigum í hálfleik, 63:47, og jók forskot sitt hægt og rólega eftir því sem leið á síðari hálfleikinn.

Jordan Clarkson og Rudy Gobert voru stigahæstir í liði Utah með 18 stig hvor en LeBron Hames var stigahæstur Lakers-manna með 19 stig.

Utah Jazz er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 26 sigra en Lakers er í þriðja sætinu með 22 sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Atlanta Hawks 127:112 Boston Celtics
Cleveland Cavaliers 112:96 Houston Rockets
Indiana Pacers 107:111 Golden State Warriors
Chicago Bulls 133:126 Minnesota Timberwolves
Miami Heat 116:108 Toronto Raptors
New Orleans Pelicans 128:118 Detroit Pistons
Oklahoma City Thunder 102:99 San Antonio Spurs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert