Meistararnir aftur á sigurbraut

LeBron James skoraði 28 stig í nótt.
LeBron James skoraði 28 stig í nótt. AFP

LeBron James og NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers stöðvuðu taphrinu sína í nótt er þeir mættu Portland Trail Blazers í körfuknattleik. Los Angeles var búið að tapa fjórum leikjum í röð en vann í nótt 102:93-sigur.

LeBron James skoraði 28 stig fyrir heimamenn, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar er meistararnir komu sér aftur á sigurbraut. Portland er aftur á móti nú búið að tapa fjórum í röð en Damian Lillard var stigahæstur gestanna með 35 stig.

Þá gengur ekkert hjá liði Houston Rockets sem nú hefur tapað níu í röð. Liðið mátti þola 122:111-tap gegn Toronto Raptors í nótt þar sem Norman Powell skoraði 30 stig fyrir sigurliðið.

Úrslitin í nótt
Boston Celtics  Indiana Pacers 118:112
Toronto Raptors  Houston Rockets 122:111
Chicago Bulls  Phoenix Suns 97:106
Detroit Pistons  Sacramento Kings 107:110
Memphis Grizzlies  Los Angeles Clippers 99:119
Miami Heat  Utah Jazz 124:116
Oklahoma City Thunder  Atlanta Hawks 118:109
Golden State Warriors  Charlotte Hornets 130:121
Los Angeles Lakers  Portland Trail Blazers 102:93

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert