Taphrina Grindavíkur á enda

Joonas Järveläinen átti góðan leik fyrir Grindavík.
Joonas Järveläinen átti góðan leik fyrir Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir fimm töp í sex leikjum var 97:85-sigur Grindavíkur á Val í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld kærkominn. 

Grindvík var með yfirhöndina nánast allan leikinn og var staðan í hálfleik 52:44, Grindavík í vil. Valsmenn löguðu aðeins stöðuna fyrir lokaleikhlutann, en staðan fyrir fjórða leikhluta var 69:65. 

Þrátt fyrir fína kafla tókst Valsliðinu ekki að jafna og var sigur Grindavíkur bæði verðskuldaður og öruggur. 

Joonas Jarvelainen var stigahæstur hjá Grindavík með 22 stig, Dagur Kár Jónsson nældi í 19 stig og Kristinn Pálsson 18. Jordan Roland skoraði 27 stig í sínum fyrsta leik með Val, en aðrir leikmenn náðu sér ekki á strik. 

Með sigrinum fór Grindavík upp í tólf stig í fimmta sæti en liðið er með sex sigra og fimm töp. Valur er með átta stig í níunda sæti með aðeins fjóra sigra og sjö töp. 

Grindavík - Valur 97:85

HS Orku-höllin, Dominos-deild karla, 1. mars 2021.

Gangur leiksins:: 9:6, 16:10, 24:15, 29:24, 39:27, 45:37, 48:37, 52:44, 57:49, 60:53, 61:56, 69:65, 80:69, 84:77, 95:79, 97:85.

Grindavík: Joonas Jarvelainen 22/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 18/6 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 17, Ólafur Ólafsson 14/9 fráköst, Marshall Lance Nelson 13/6 fráköst/12 stoðsendingar, Amenhotep Kazembe Abif 7, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 2.

Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.

Valur: Jordan Jamal Roland 27/9 stoðsendingar, Miguel Cardoso 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Acox 11/7 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 10, Pavel Ermolinskij 9/8 fráköst, Sinisa Bilic 7, Finnur Atli Magnússon 4, Hjálmar Stefánsson 3, Illugi Steingrímsson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 99

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert