Þreföld tvenna í framlengdum leik

James Harden fór á kostum í San Antonio í nótt.
James Harden fór á kostum í San Antonio í nótt. AFP

James Harden átti stórleik fyrir Brooklyn Nets þegar liðið vann sigur gegn San Antonio Spurs í framlengdum leik í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í San Antonio í nótt.

Harden skoraði 30 stig, tók fjórtán fráköst og gaf fimmtán stoðsendingar en leiknum lauk með 124:113-sigri Brooklyn Nets.

Brooklyn leiddi með þremur stigum í hálfleik, 57:54, en San Antonio tókst að jafna metin í þriðja leikhluta. Bæði lið skoruðu 27 stig hvort í fjórða leikhluta og því var gripið til framlengingar.

Þar reyndust Brooklyn-menn sterkari og skoruðu 16 stig gegn 5 stigum San Antonio og þar við sat.

Brooklyn er í öðru sæti Austurdeildarinnar með 23 sigra en San Antonio er í sjötta sæti Vesturdeildarinnar með 17 sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Orlando Magic 124:130 Dallas Mavericks
Philadelphia 76ers 130:114 Indiana Pacers
Chicago Bulls 112:118 Denver Nuggets
New Orleans Pelicans 129:124 Utah Jazz
San Antonio Spurs 113:124 Brooklyn Nets
Houston Rockets 90:101 Cleveland Cavaliers
Portland Trail Blazers 123:11 Charlotte Hornets 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert