Haukar fyrstir til að leggja Keflavík að velli

Alyesha Lovett var stigahæst í liði Hauka.
Alyesha Lovett var stigahæst í liði Hauka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar voru fyrsta liðið til þess að leggja Keflavík að velli í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Blue-höllinni í Keflavík í háspennuleik í kvöld.

Leiknum lauk með eins stigs sigri Hauka, 75:74, eftir framlengdan leik.

Haukar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með níu stigum í hálfleik 36:27. Keflvíkingar unnu þriðja leikhluta með tveimur stigum, 14:12, og þeim tókst að jafna metin í fjórða leikhluta.

Í framlengingunni skiptust liðin á að skora en Keflvíkingar fengu tólf sekúndur til þess að vinna leikinn en brást bogalistinn og Haukar fögnuðu sigri.

Alyesha Lovett var stigahæst Hauka með 20 stig og þrettán fráköst en Daniela Wallen átti stórleik fyrir Keflavík, skoraði 26 stig og tók þrjátíu fráköst.

Haukar styrktu stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum en Keflavík er áfram í öðru sæti deildarinnar með 18 stig.

Keflavík á tvo leiki til góða á Valskonur sem eru í efsta sætinu með 20 stig.

Gangur leiksins:: 3:1, 9:5, 12:10, 12:13, 19:17, 23:20, 27:29, 27:36, 32:41, 35:45, 37:45, 41:48, 50:48, 54:52, 60:60, 66:66, 72:73, 74:75.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 26/30 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 9, Erna Hákonardóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/5 fráköst/4 varin skot, Agnes María Svansdóttir 7, Katla Rún Garðarsdóttir 6/5 fráköst.

Fráköst: 37 í vörn, 15 í sókn.

Haukar: Alyesha Lovett 20/13 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 19/7 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 11/11 fráköst/3 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/7 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Eva Margrét Kristjánsdóttir 4, Irena Sól Jónsdóttir 3, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 2/8 fráköst.

Fráköst: 43 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 138

mbl.is