Njarðvík vann toppslaginn gegn ÍR

Vilborg Jónsdóttir skorar tveggja stiga körfu í leiknum í gærkvöldi.
Vilborg Jónsdóttir skorar tveggja stiga körfu í leiknum í gærkvöldi. Mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvík vann góðan 67:50 sigur gegn ÍR í toppslag 1. deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Fyrir leikinn var ÍR í toppsætinu en með sigrinum jafnaði Njarðvík ÍR að stigum og fór á toppinn með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna.

Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og var Njarðvík þremur stigum yfir, 16:13, að loknum fyrsta leikhluta. Í hálfleik var staðan orðin 31:26 og ÍR því enn vel inni í leiknum.

Það breyttist þó fljótt í síðari hálfleik þar sem Njarðvík tók öll völd og var komið með 17 stiga forystu, 51:34, að loknum þriðja leikhluta. Þessi frábæri þriðji leikhluti hjá Njarðvík endaði á að gera út um leikinn þar sem liðið hélt 17 stiga forystunni og vann að lokum 67:50 sigur.

Bandaríkjakonan Chelsea Nicole Jennings átti stórleik fyrir Njarðvík og skoraði 28 stig, ásamt því að taka átta fráköst.

Í liði ÍR náði Aníka Linda Hjálmarsdóttir tvöfaldri tvennu með því að skora 21 stig, tæplega helming stiga liðsins, og taka 11 fráköst.

Góðir sigrar Tindastóls og Hamars/Þórs

Í gærkvöldi fóru tveir aðrir leikir fram í 1. veildinni. Tindastóll vann nauman 62:59 sigur gegn Grindavík.

Grindavík var fimm stigum yfir í hálfleik, 22:27, og sömuleiðis að loknum þriðja leikhluta, 41:46, en öflugur fjórði leikhluti Tindastóls, þar sem liðið sneri taflinu sér í vil, gerði útslagið.

Þá fór einnig fram leikur Stjörnunnar og Hamars/Þórs, þar sem gestirnir fóru með 67:62 sigur af hólmi.

Leikurinn var afar kaflaskiptur þar sem Stjarnan var þremur stigum yfir, 17:20, að loknum fyrsta leikhluta og Hamar/Þór var fjórum stigum yfir í hálfleik, 38:34.

Enn snerist taflið við að loknum þriðja leikhluta þegar Stjarnan var 49:53 yfir. Að lokum voru Hamar/Þór þó hlutskarpari og unnu að lokum góðan fimm stiga sigur.

Fallyn Elizabeth Ann Stephens fór á kostum í liði Hamars/Þórs og náði tvöfaldri tvennu þegar hún skoraði 35 stig og tók 13 fráköst.

Njarðvík - ÍR 67:50

Njarðtaks-gryfjan, 1. deild kvenna, 2. mars 2021.

Gangur leiksins:: 4:4, 6:9, 10:13, 16:13, 16:17, 23:17, 29:25, 31:26, 37:27, 43:27, 43:28, 51:34, 53:42, 58:42, 63:48, 67:50.

Njarðvík: Chelsea Nicole Jennings 28/8 fráköst/5 stolnir, Helena Rafnsdóttir 14/10 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 8/8 fráköst/6 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 8/4 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Þuríður Birna Björnsdóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 16 í sókn.

ÍR: Aníka Linda Hjálmarsdóttir 21/11 fráköst, Kristín María Matthíasdóttir 10/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 7/5 fráköst, Margrét Blöndal 4/7 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 4, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2, Birna Eiríksdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frímannsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 77

Tindastóll - Grindavík 62:59

Sauðárkrókur, 1. deild kvenna, 2. mars 2021.

Gangur leiksins:: 2:0, 5:2, 5:4, 9:8, 14:16, 16:18, 18:22, 22:27, 32:34, 34:36, 37:40, 41:46, 44:51, 52:53, 61:55, 62:59.

Tindastóll: Eva Rún Dagsdóttir 20, Marín Lind Ágústsdóttir 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 11, Telma Ösp Einarsdóttir 8, Karen Lind Helgadóttir 5/4 fráköst, Inga Sólveig Sigurðardóttir 2/10 fráköst/3 varin skot.

Fráköst: 20 í vörn, 6 í sókn.

Grindavík: Hekla Eik Nökkvadóttir 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 12/5 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 11, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5/8 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 2/5 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 2, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Birgir Örn Hjörvarsson, Sveinn Björnsson.

Áhorfendur: 30

Stjarnan – Hamar/Þór 62:67

Mathús Garðabæjar-höllin, 1. deild kvenna, 2. mars 2021.

Gangur leiksins:: 6:5, 9:11, 11:13, 20:17, 21:17, 23:25, 28:29, 34:38, 38:40, 38:42, 44:45, 53:49, 55:53, 57:57, 60:60, 62:67.

Stjarnan: Jana Falsdóttir 24/6 fráköst/5 stolnir, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 10/8 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 8/4 fráköst, Agnes Fjóla Georgsdóttir 7/4 fráköst, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 6/6 fráköst, Heiðdís Hanna Baldvinsdóttir 5, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 2/17 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 20 í sókn.

Hamar - Þór: Fallyn Elizabeth Ann Stephens 35/13 fráköst/5 stolnir, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 15/7 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 7/8 fráköst/7 stoðsendingar, Helga María Janusdóttir 7/3 varin skot, Margrét Lilja Thorsteinson 3.

Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Agnar Guðjónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert