Toppliðin lögðu botnliðin

Annika Holopainen í baráttunni í Vesturbænum í kvöld.
Annika Holopainen í baráttunni í Vesturbænum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ariel Hearn var með tvöfalda þrennu þegar Fjölnir vann stórsigur gegn KR í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í DHL-höllinni í Vesturbæ í kvöld.

Hearn skoraði 18 stig, tók sextán fráköst og gaf tólf stoðsendingar í 96:67-sigri Fjölnis en KR leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 31:26.

Fjölnir skoraði 23 stig gegn 9 stigum KR í öðrum leikhluta og þrátt fyrir jafnan þriðja leikhluta skoruðu KR-ingar einungis 10 stig gegn 29 stigum Fjölnis í fjórða leikhluta.

Annika Holopainen var stigahæst í liði KR með 26 stig en liðið er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig eftir tólf leiki.

Fjölnir er áfram í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig en þetta var fyrsti sigur liðsins eftir þrjá tapleiki í röð.

Gangur leiksins:: 8:2, 11:14, 21:18, 31:26, 33:29, 38:34, 38:38, 40:49, 46:50, 48:59, 52:65, 57:67, 57:70, 62:75, 63:85, 67:96.

KR: Annika Holopainen 26/8 fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon 17/7 fráköst/6 stoðsendingar, Unnur Tara Jónsdóttir 10, Eygló Kristín Óskarsdóttir 5/6 fráköst, Þóra Birna Ingvarsdóttir 4, Diljá Valdimardóttir 2, Perla Jóhannsdóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 1.

Fráköst: 19 í vörn, 6 í sókn.

Fjölnir: Sara Carina Vaz Djassi 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ariel Hearn 18/16 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 17, Fanney Ragnarsdóttir 11, Lina Pikciuté 9/8 fráköst/4 varin skot, Margret Osk Einarsdottir 9, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 5, Heiða Hlín Björnsdóttir 3, Emma Hrönn Hákonardóttir 2, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 2.

Fráköst: 34 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Jóhann Guðmundsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 70

Dagbjört Dögg Karlsdóttir var öflug í liði Vals í Stykkishólmi.
Dagbjört Dögg Karlsdóttir var öflug í liði Vals í Stykkishólmi. mbl.is//Hari

Dagbjörg Dögg Karlsdóttir var stigahæst Valskvenna þegar liðið heimsótti Snæfell í Stykkishólm en leiknum lauk með 12 stiga sigri Snæfells, 81:69.

Dagbjört skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar en Valskonur tóku strax frumkvæðið í leiknum og leiddu með fjórtán stigum í hálfleik, 49:35. Hólmarar náðu aldrei að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik og Valskonur fögnuðu sigri.

Haiden Palmer var stigahæst í liði Snæfells með 21 stig og fimmtán fráköst og Kiana Johnson var nálægt þrefaldri tvennu í liði Vals, skoraði 15 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Valskonur fara með sigrinum upp í efsta sæti deildarinnar í 20 stig en liðið hefur leikið tólf leiki í deildinni í vetur. Snæfell er áfram í sjöunda sætinu með 4 stig eftir ellefu leiki.

Gangur leiksins:: 2:2, 10:9, 16:23, 22:27, 27:33, 33:38, 35:46, 35:49, 43:54, 48:58, 51:58, 54:70, 59:71, 67:75, 69:79, 69:81.

Snæfell: Haiden Denise Palmer 21/15 fráköst/8 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 16, Anna Soffía Lárusdóttir 15, Emese Vida 12/15 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 5/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Valur: Dagbjört Dögg Karlsdóttir 24/5 stoðsendingar, Kiana Johnson 15/8 fráköst/8 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/5 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 9, Nína Jenný Kristjánsdóttir 9, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/12 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 5/11 fráköst.

Fráköst: 36 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 42

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert