Þreföld tvenna gegn gömlu félögunum

James Harden skorar tvö af 29 stigum sínum í nótt.
James Harden skorar tvö af 29 stigum sínum í nótt. AFP

James Harden átti afar góðan leik fyrir Brooklyn Nets þegar liðið heimsótti Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Harden náði þrefaldri tvennu gegn sínum gömlu félögum í þægilegum sigri.

Harden er í nokkurs konar guðatölu í Houston eftir að hafa leikið með liðinu í áratug og var treyjan sem hann lék, númer 13, lögð til hliðar á dögunum.

Í leiknum í nótt skoraði hann 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 14 stoðsendingar í 132:114 sigri.

Stórleikur Embiid

Þá heldur Joel Embiid áfram að fara á kostum í liði Philadelphia 76ers.

Í nótt skoraði hann 40 stig og tók 19 fráköst þegar Philadelphia vann Utah Jazz, 131:123, eftir framlengdan leik.

Átta leikir til viðbótar fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Houston – Brooklyn 114:132

Philadelphia – Utah 131:123 (frl.)

Cleveland – Indiana 111:114

Toronto – Detroit 105:129

Minnesota – Charlotte 102:135

New Orleans – Chicago 124:128

Orlando – Atlanta 112:115

Dallas – Oklahoma 87:78

Portland – Golden State 108:06

Sacramento – LA Lakers 123:120

mbl.is