Umskipti í Garðabæ

Ægir Þór Steinarsson var illviðráðanlegur í Garðabænum í kvöld.
Ægir Þór Steinarsson var illviðráðanlegur í Garðabænum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ægir Þór Steinarsson átti stórleik fyrir Stjörnuna þegar liðið fékk Val í heimsókn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Mathús Garðabæjar-höllina í Garðabæ í kvöld.

Ægir var með tvöfalda tvennu, skoraði 21 stig og tók fimmtán fráköst, en leiknum lauk með ellefu stiga sigri Garðbæinga, 90:79.

Stjarnan leiddi með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 26:23, en í öðrum leikhluta skoruðu Valsmenn 22 stig gegn 8 stigum Stjörnunnar og Valsmenn því yfir í hálfleik, 45:34.

Garðbæingar mættu kraftmiklir til leiks í síðari hálfleik og skoruðu 27 stig gegn 14 stigum Valsmanna í síðari hálfleik.

Munurinn á liðunum fyrir fjórða leikhluta var tvö stig en Garðbæingar skoruðu hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í þriðja leikhluta og kafsigldu Valsmenn.

Austin Brodeur átti einnig mjög góðan leik fyrir Garðbæinga og skoraði 20 stig og tók tíu fráköst.

Hjá Valsmönnum var Miguel Cardoso stigahæstur með 25 stig og Sinisa Bilic skoraði 16 stig.

Stjarnan er með 18 stig í þriðja sæti deildarinnar, líkt og Þór frá Þorlákshöfn sem er í öðru sætinu, en Valsmenn eru í níunda sætinu með 8 stig.

mbl.is