Við erum að ströggla

Það var alls ekkert gott skapið í Loga Gunnarssyni í gærkvöldi þegar fréttaritari ræddi við hann eftir að Njarðvíkingar töpuðu gegn KR í Domino's-deild karla í körfuknattleik.

Logi sagði sína menn hafa mætt daufa til leiks í seinni hálfleik og að það hafi verið ákveðinn vendipunktur leiksins. Óhætt er að taka undir það hjá Loga.

Loga fannst lítið hægt að taka gott út úr kvöldinu og að tapið hafi verið dýrkeypt því nú séu KR búnir að slíta sig nokkuð vel frá Njarðvíkingum.

Logi sagði sína menn vera í erfiðleikum og að ekki þýði lengur að segja að það sé nóg eftir því það styttist í úrslitakeppni. 

Viðtalið við Loga í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is