Keflavík aftur upp að hlið Vals

Keflavík er aftur komin á sigurbraut.
Keflavík er aftur komin á sigurbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík fór upp að hlið Vals í toppsæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta er liðið vann Breiðablik á heimavelli í dag, 75:65. Keflavík er nú með 20 stig eftir ellefu leiki, en Valur er með sama stigafjölda eftir tólf leiki. 

Keflavík var sterkari í fyrsta leikhluta og var staðan eftir hann 26:13. Breiðablik sótti í sig veðrið í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 39:38, Keflavík í vil. Keflavík var sterkari í seinni hálfleik og vann að lokum tíu stiga sigur. 

Daniela Wallen skoraði 19 stig og tók 23 fráköst fyrir Keflavík. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Erna Hákonardóttir og Katla Rún Garðarsdóttir skoruðu 11 stig hvor. Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 19 stig og tók 18 fráköst fyrir Breiðablik sem er í sjötta sæti með sex stig. 

Keflavík - Breiðablik 75:65

Blue-höllin, Dominos deild kvenna, 6. mars 2021.

Gangur leiksins:: 6:2, 12:6, 19:8, 26:13, 31:19, 33:21, 37:25, 39:38, 42:43, 44:46, 51:49, 56:51, 61:55, 67:61, 72:63, 75:65.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 19/23 fráköst/6 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 11/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 10, Anna Lára Vignisdóttir 7, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 15 í sókn.

Breiðablik: Isabella Ósk Sigurðardóttir 19/18 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 14/5 fráköst, Iva Georgieva 12/4 fráköst, Jessica Kay Loera 6/6 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 6/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Sigurbaldur Frímannsson, Jóhann Guðmundsson.

Áhorfendur: 50

mbl.is