Fimmti sigur KR í röð

Tyler Sabin átti enn og aftur góðan leik fyrir KR.
Tyler Sabin átti enn og aftur góðan leik fyrir KR. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

KR vann sinn fimmta leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta á útivelli gegn Tindastóli í Skagafirðinum í kvöld, 104:99. Tindastóll hefur tapað þremur í röð.

KR var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru hálfleikstölur 49:43. Tindastóll sótti í sig veðrið í þriðja leikhluta og komst yfir og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 75:73, Tindastóli í vil.

Það dugði ekki til fyrir Skagfirðinga því KR-ingar voru sterkari í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum fimm stiga sigur.

Tyler Sabin átti enn og aftur góðan leik fyrir KR og skoraði 36 stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði 14. Nikolas Tomsick skoraði 27 stig fyrir Stjörnuna og Flenard Whitfield gerði 22 stig í sínum fyrsta leik.

KR er með 18 stig í fjórða sæti og Tindastóll í áttunda sæti með tíu stig.

Tindastóll  KR 99:104

Sauðárkrókur, Dominosdeild karla, 07. mars 2021.

Gangur leiksins:: 2:7, 10:15, 14:22, 23:27, 29:30, 31:39, 35:42, 43:49, 53:53, 59:59, 66:65, 75:73, 77:81, 82:89, 87:96, 99:104.

Tindastóll: Nikolas Tomsick 27/4 fráköst/5 stoðsendingar, Flenard Whitfield 22/16 fráköst, Antanas Udras 17/6 fráköst, Jaka Brodnik 14/9 fráköst, Axel Kárason 10, Pétur Rúnar Birgisson 6/4 fráköst/9 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 20 í sókn.

KR: Tyler Sabin 36/6 fráköst/7 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 14/4 fráköst, Brandon Joseph Nazione 11/7 fráköst/5 stolnir, Björn Kristjánsson 10/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 8/4 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 7, Brynjar Þór Björnsson 7, Jakob Örn Sigurðarson 6, Zarko Jukic 5.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 120

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert