Sterkur þegar taphrinunni lauk

Sigtryggur Arnar Björnsson átti fínan leik á Spáni.
Sigtryggur Arnar Björnsson átti fínan leik á Spáni. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson lék vel fyrir Real Canoe er liðið vann 79:75-heimasigur á Alicante í framlengdum leik í spænsku B-deildinni í körfubolta í kvöld.

Arnar lék í 33 mínútur og skoraði á þeim 13 stig, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Var hann næststigahæstur í sínu liði.

Þrátt fyrir sigurinn er Real Canoe enn í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvo sigra í sextán leikjum, en liðið tapaði fimm leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert