Góður leikur Tryggva í Meistaradeildinni

Tryggvi Snær Hlinason spilaði vel í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason spilaði vel í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlinason skoraði sjö stig og tók fimm fráköst fyrir Zaragoza þegar liðið vann öruggan sigur gegn Sassari í Meistaradeildinni í körfuknattleik á Spáni í kvöld.

Leiknum lauk með 105:88-sigri Zaragoza en Sassari leiddi með einu stigi í hálfleik, 52:51.

Zaragoza var hins vegar mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik og vann sannfærandi sigur í leikslok.

Zaragoza er með 7 stig í efsta sæti L-riðils eftir fjóra leiki og hefur þriggja stiga forskot á Nymburk sem er með 4 stig og á leik til góða á Zaragoza.

mbl.is