Veik von Valencia

Martin Hermansson lék ekki með Valencia í kvöld vegna meiðsla.
Martin Hermansson lék ekki með Valencia í kvöld vegna meiðsla. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Valencia þarf að treysta á að önnur lið misstígi sig í von um að komast í úrslitakeppni Evrópudeildarinnar í körfuknattleik.

Þetta varð ljóst eftir ellefu stiga tap liðsins gegn Olympiacos á Spáni í kvöld en leiknum lauk með 88:79-sigri Olympiacos.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Valencia skoraði einungis 10 stig í þriðja leikhluta gegn 30 stigum Olympiacos.

Martin Hermannsson lék ekki með Valencia vegna meiðsla en liðið er í níunda sæti deildarinnar með 17 sigra eftir 32 leiki, einum sigri minna en Real Madrid og Baskonia, þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

mbl.is