Doncic öflugur í sigri Dallas

Luka Doncic heldur áfram að spila vel.
Luka Doncic heldur áfram að spila vel. AFP

Slóveninn ungi Luka Doncic átti góðan leik fyrir Dallas Mavericks þegar liðið vann Boston Celtics, 113:108, í hörkuleik í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Doncic, sem er nýorðinn 22 ára, skoraði 36 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Ungu mennirnir voru sömuleiðis öflugir í liði Boston. Hinn 23 ára gamli Jayson Tatum skoraði 25 stig og tók níu fráköst, og hinn 24 ára Jaylen Brown var með 24 stig.

Níu aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Boston – Dallas 108:113

Detroit – Portland 101:124

Indiana – Miami 87:92

Brooklyn – Houston 120:108

Memphis – Utah 107:111

Minnesota – New York 102:101

Oklahoma – Toronto 113:103

San Antonio – Sacramento 120:106

LA Lakers – Milwaukee 97:112

Phoenix – Chicago 121:116

mbl.is