Sigurgangan orðin að félagsmeti

Donovan Mitchell var öflugur í nótt.
Donovan Mitchell var öflugur í nótt. AFP

Donovan Mitchell og Rudy Gobert voru atkvæðamiklir er Utah Jazz vann enn einn heimasigurinn í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Utah lagði Chicago Bulls að velli, 113:106.

Utah hefur nú unnið 21 heimaleik í röð sem er félagsmet og situr liðið á toppi vesturdeildarinnar, búið að vinna átta leiki í röð alls. Mitchell skoraði 26 stig fyrir heimamenn og Gobert 19 ásamt því að taka 13 fráköst.

Þá nældu þjálfaralausir leikmenn Dallas Mavericks í 99:86-útisigur gegn New York Knicks þar sem Slóveninn Luka Doncic var í fararbroddi eins og svo oft áður. Doncic skoraði 26 stig og tók átta fráköst fyrir Dallas sem spilaði án þjálfarans Rick Carlisle eftir að hann greindist með kórónuveiruna á dögunum.

Úrslitin í nótt
Toronto - Golden State 130:77
Boston - Houston 118:102
New York - Dallas 86:99
Indiana - Charlotte 97:114
Memphis - Minnesota 120:108
New Orleans - Atlanta 103:126
Utah - Chicago 113:106
Phoenix - Oklahoma 140:103
Portland - Milwaukee 109:127
Sacramento - LA Lakers 94:115

mbl.is