Grind­vík­ing­ur­inn kom liði sínu aftur á bragðið

Jón Axel Guðmundsson
Jón Axel Guðmundsson Ljósmynd/FIBA

Jón Axel Guðmunds­son átti stórleik er Fraport Skyliners sneri aftur á sigurbraut í þýsku efstu deildinni í körfuknattleik í dag. Fraport vann 92:84-sigur á Crailsheim Merlins eftir að hafa tapað þremur síðustu deildarleikjum sínum þar áður.

Grindvíkingurinn spilaði í 30 mínútur og var atkvæðamikill þann tíma, skoraði 22 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Fraport Skyliners er í 10. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 27 umferðir, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni.

mbl.is