Toppliðin halda áfram að vinna

Joel Embiid sneri aftur í nótt.
Joel Embiid sneri aftur í nótt. AFP

Joel Embiid sneri aftur eftir hnémeiðsli og hjálpaði Philadelphia 76ers að vinna 122:113-sigur á Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfuknattleik en alls fóru átta leikir fram í nótt.

Embiid var talinn líklegur til að vera valinn besti leikmaður tímabilsins áður en hann meiddist í síðasta mánuði en hann hafði misst af síðustu tíu leikjum Philadelphia. Hann sneri hins vegar aftur í nótt og skoraði 24 stig og tók átta fráköst er liðið hélt takinu á efsta sæti austurdeildarinnar. Tobias Harris skoraði 32 stig fyrir heimamenn.

Þá heldur topplið vesturdeildarinnar áfram að leika á als oddi en Utah Jazz vann 137:91-sigur á Orlando Magic. Donovan Mitchell skoraði 22 stig fyrir heimamenn í Utah og þeir Bojan Bogdanovic  og Joe Ingles voru með 17 stig hvor.

Úrslitin í nótt
Washington - Dallas 87:109
Detroit - New York 81:125
Miami - Cleveland 115:101
Philadelphia - Minnesota 122:113
San Antonio - Indiana 133:139
Utah - Orlando 137:91
Portland - Oklahoma 133:85
Sacramento - Milwaukee 128:129

mbl.is