Njarðvíkingurinn sterkur í sigri á Juventus

Elvar Már Friðriksson átti góðan leik.
Elvar Már Friðriksson átti góðan leik. Ljósmynd/FIBA

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti góðan leik fyrir Siauliai í efstu deild Litháens í körfubolta er liðið lagði Juventus á útivelli í dag, 90:86.

Elvar skoraði 19 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á 29 mínútum. Var hann næststigahæstur í sínu liði.

Elvar og félagar eru loksins komnir upp úr neðsta sæti deildarinnar, þar sem liðið hefur verið nánast allt tímabilið. Siauliai hefur unnið átta leiki, þar af þrjá af síðustu fimm, og tapað átján.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert